Framhaldsskóli barnanna 2015

Fjölbrautaskóli Suðurlands í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg standa fyrir námskeiðinu „Framhaldsskóli barnanna“ sumarið 2015. Skólinn er fyrir börn á Suðurlandi sem eru að ljúka 6. bekk og verður starfræktur dagana 8. – 12. júní frá kl. 9:00 – 12:00 í húsnæði FSu.

Mánudaginn 8.júní er mæting kl.8:30 þar sem tilkynnt verður um hópaskiptingu og farið yfir skipulag vikunnar.

Markmið skólans er að kynna hinar ýmsu iðngreinar fyrir börnum og leyfa þeim að takast á við skemmtileg verkefni tengd hverri grein. Um er að ræða myndlist, útivist, málm-, tré- og rafiðnir. Þátttakendur eru einn dag í hverri grein, yfir vikuna fá þau að takast á við verkefni tengd öllum greinunum. Á föstudeginum er endað á grillveislu við anddyri skólans.

Skráning á námskeiðið fer fram dagana 27. – 29. maí, kl. 10:00 – 14:00 í afgreiðslu FSu að Tryggvagötu 25, Selfossi

Verð fyrir námskeiðið eru 12.000 kr. en veittur er 25% systkinaafsláttur.  Innifalið í skráningargjaldi er allur efniskostnaður, bolur merktur skólanum og grillveisla á föstudeginum milli 12:00 og 13:00.

Einungis er hægt að skrá á staðnum og er tekið við greiðslu skráningargjalds á sama stað. Hægt er að taka við 50 börnum á námskeiðið. Fyrstir koma fyrstir fá.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu FSu í síma 480-8100.