Frakkar skoða skerið

Frakkarnir sem nú eru í heimsókn í FSu og nokkrir gestgjafa þeirra fóru til Reykjavíkur og í Bláa lónið á laugardaginn. Þau fóru í Perluna og að Háskóla Íslands þar sem þau skoðuðu minnimerki um franska heimskautafarann, leiðangursstjórann og lækninn Jean-Baptiste Charcot sem fórst með skipi sínu Pourquoi-Pas? út af Mýrum í Borgarfirði 1936. Einnig gengu þau um miðbæinn og niður að höfn þar sem þau skoðuðu hvalbáta. Síðan fóru þau í Bláa lónið með Kanadamönnunum sem dvelja í FSu um þessar mundir.