FRÁBÆR BYRJUN FSu Í GETTU BETUR

Á myndinni úr hljóðstúdíói RÚV má sjá frá vinstri Elínu Karlsdóttur, Ásdísi Aldísi Hreinsdóttur og H…
Á myndinni úr hljóðstúdíói RÚV má sjá frá vinstri Elínu Karlsdóttur, Ásdísi Aldísi Hreinsdóttur og Heimi Árna Erlendsson.

Útvarpshluta spurningarkeppninnar GETTU BETUR er nú lokið með frábærum árangri FSu. Tveir öflugir og fjölmennir framhaldsskólar lagðir að vell á sannfærandi hátt. Í fyrstu umferð þann 11. janúar var Borgarholtskóli sigraður með 26 stigum FSu gegn 8 og í annarri umferð – og viku síðar - var það Menntaskólinn við Hamrahlíð sem laut í lægra haldi í átta stigi sigri FSu 25 stig á móti 18. Að þessu sinni var keppnin ekki hluti af dagskrá Rásar 2 heldur send út í beinu streymi á vegum RÚV – og er það breyting sem fellur ekki öllum í geð.

Öflugt lið FSu skipa Ásdís Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson. Varamenn liðsins eru Hallgerður Höskuldsdóttir, Sigurður Karl Sverrisson og Valgeir Gestur Eysteinsson. Þjálfari er Stefán Hannesson íslenskukennari skólans og fyrrum Gettum betur keppandi.

Núna liggur leiðin í sjónvarpið í átta liða úrslitin þar sem FSu mætir liði Flensborgarskólans þann 24. febrúar í síðustu viðureign þeirra liða sem eftir eru í keppninni. Sannarlega frábær árangur hjá glæsilegum fulltrúum skólans okkar - og tilhlökkun mikil að mæta Flensborgurum - en það er almælt á kaffistofum og göngum í FSu að því fylgi alltaf góð tíðindi þegar Sunnlendingar mæta Hafnfirðingum.

jöz / sh