Fósturlandsins Freyja

Starsfólk stillti sér upp undir reflinum á síðasta kennarafundi annarinnar.
Starsfólk stillti sér upp undir reflinum á síðasta kennarafundi annarinnar.

Á brautskráningu næstkomandi laugardag verður sýndur glæsilegur refill sem starfsfólk skólans hefur tekið þátt í að skapa á einn eða annan hátt. Hugmyndina að verkefninu átti Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, íslenskukennari og handverksfrömuður. Hún fékk til liðs við sig Ágústu Ragnarsdóttur, myndlistakennara, sem hannaði myndina og útfærði. Starfsfólk settist niður við prjónaskap í vetur og mátti sjá marga þeirra sitja við verkið á fundum og á kaffstofu skólans. En prjónaskapur var ekki eina aðkoma starfsfólks, þeir saumuðu saman, settu upp og létu fé af hendi rakna til efniskaupa.

Refillinn sem er um 12 fermetrar af stærð er prjónaður með bútaprjóni úr þreföldu einbandi. Alls eru 4760 ferningar í reflinum. Gróft áætlað eru vinnustundir við refilinn um 1600 og góður hluti starfsfólks skipti þeim með sér á einn eða annan hátt.

Refillinn hefur fengið nafnið “Fósturlandins Freyja” og mun hanga uppi á kaffistofu skólans. Hann er hannaður sem nytjalist til að draga úr hljóðmengun á Bollastöðum, kaffistofu starfsfólks.

Myndir af vinnunni við refilinn má sjá á fésbókarsíðu skólans.