Föstudagsgrín á Bollastöðum

Nú er í gangi föstudagsgrín í Bollastöðum að frumkvæði Starfsmannafélags FSu. Fer það þannig fram að í kaffitíma á föstudögum standa ákveðnir hópar starfsmanna fyrir uppákomum, sjálfum sér og öðrum til yndisauka. Föstudaginn 11. febrúar stóð íslenskudeildin til dæmis fyrir spurningakeppni þar sem þau tíðindi urðu að Hrútaborðið sigraði ekki. Í vikunni á undan las Ragnar Geir Brynjólfsson ljóð eftir föður sinn, Brynjólf Guðmundsson frá Galtastöðum. Nú er boltinn hjá stjórnendum og námsráðgjöfum og síðan koll af kolli.