Föstudagsfjör

Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í dag, föstudag, að kalla alla nemendur og starfsfólk á fund í sal skólans. Þar hélt skólameistari stutta tölu um skólann og þá fjölbreyttu hæfileika sem nemendur og starfsfólk búa yfir. Því næstu voru Boxlið og Gettu betur lið skólans kölluð upp og þeirra árangri fangað sérstaklega. Að því loknu steig aðstoðarskólameistari á stokk og framkvæmdi hljóðgjörning með nemendum og stýrði fjöldasöng.

Hugmyndina að fundinum er komin frá Fríðu Hansen, nemanda við skólann, en vonandi verða fundir sem þessir fastir liðir í dagskrá skólans. Á myndinni má sjá frá vinstri: Olgu Lísu, skólameistara, Sölva Snæ Jökulsson, Bergþóru Rúnarsdóttur, Erlend Ágúst Stefánsson, Hrólf Geir Björgvinsson, Boga Pétur Thorarensen, Þórarinn aðstoðarskólameistara, Hrafnhildi Hallgrímsdóttur, Hannes Stefánsson, þjálfara Gettu betur liðssins og Ingibjörgu Hjörleifsdóttur.