Forvarnarfræðsla um rafrettur

Fræðslufyrirlestur um rafrettur.
Fræðslufyrirlestur um rafrettur.

Nemendur FSU fengu í vikunni forvarnarfræðslu um rafrettur í sal skólans. Björg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilbrigðsvísindum við HA, kom í heimsókn og ræddi við nemendur um skaðsemi og áhættur sem fylgja því að nota rafrettur. Hún fjallaði meðal annars um rannsóknir tengdar rafrettum og nauðsyn þess að setja lög um sölu á slíkum búnaði. Þá benti Björg á að rafrettur hafi verið settar í sölu til að hjálpa fólki að hætta sígarettureykingum og því ætti ekki að nota þær í öðrum tilgangi. Það væri eins og að nota verkjalyf þegar maður er verkjalaus.