Foreldrafélag FSu

Fimmtudagskvöldið 12. febrúar var haldinn stofnfundur Foreldrafélags FSu. Anna Margrét Magnúsdóttir Selfossi var kjörin formaður hins nýja félags. Aðrir í stjórn eru Kristjana Kjartansdóttir Laugarvatni, Dagný Magnúsdóttir Þorlákshöfn, Elín Höskuldsdóttir Flóahreppi og Emma Guðnadóttir Selfossi.

Samkvæmt gildandi framhaldsskólalögum eru forráðamenn ólögráða nemenda sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélagi skólans. Hlutverk foreldrafélaga er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla sanstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda. Nokkur umræða varð á fundinum um aðkomu forráðamanna eldri nemenda, en samkvæmt framhaldsskólalögum geta þeir gerst félagsmenn í foreldrafélaginu en eru það ekki sjálfkrafa.

Á stofnfundinum voru samþykkt ný lög fyrir Foreldrafélag FSu og verða þau aðgengileg á vef skólans innan tíðar.