Footloose - frumsýning á morgun!

Nemendafélag FSu frumsýnir söngleikinn Footloose á morgun, fimmtudag. Um 50 nemendur taka þátt í sýningunni innan sviðs og utan og eru búin að leggja nótt við dag til að koma sýningunni á svið. Leikstjóri er Þórunn Sigþórsdóttir. Efni söngleikjarins byggir á hini geysivinsælu bíómynd Footloose sem allir unnendur 80's tímabilsins ættu að þekkja. Sýnt er í menningarsal Hótel Selfoss. Hægt er að nálgast miða á Feisbúkk https://www.facebook.com/leikfelag.nfsu eða í tölvupósti leikfélags, leikfelag.nfsu@hotmail.com. Miðinn kostar aðeins 2500 kr og frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Sýningar :

Fimmtudagur 6.mars kl. 20:00 - FRUMSÝNING

Föstudagur 7.mars kl.20:00

Sunnudagur 9.mars kl.18:00

Mánudagur 10.mars kl.18:00

Sunnudagur 16.mars kl.16:00

Mánudagur 17.mars kl 18:00

Fimmtudagur 20.mars kl.21:00 - POWERSÝNING

Föstudagur 21.mars kl.20:00 - LOKASÝNING

Við hvetjum alla til að tryggja sér miða sem fyrst á þessa glæsilegu sýningu