Föntum fjölgar

Á Bollastöðum, kaffistofu kennara í FSu, er svokölluð fantageymsla. Þar geymir starfsfólkið drykkjarílátin sín.  Ílát þessi eru af öllum stærðum og gerðum, og allmörg handunnin undir leiðsögn Elísabetar H. Harðardóttur myndlistarkennara. Nú hafa nokkrir nýir glæsigripir  bæst við í fantageymsluna á Bollastöðum. Listamennirnir sem eiga heiðurinn af þessum gripum nutu sem fyrr leiðsagnar Lísu,  en þeir eru: Brynja Ingadóttir dönsku-og íslenskukennari, Jóna Katrín Hilmarsdóttir enskukennari, Kristjana Hrund Bárðardóttir enskukennari (í fæðingarorlofi), Rósa Marta Guðnadóttir íslensku-og lífsleiknikennari og Þorsteinn Bergmann Einarsson stærð-og eðlisfræðikennari. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi fjölgun fanta hefur á skólastarfið.