Fjör í fjallgöngu

Miðvikudaginn 6. apríl gengu nemendur og kennarar áfangans ÍÞRÓ3JF02 á Ingólfsfjall. Þessi ganga var einn liður í undirbúningi fyrir göngu á Eyjafjallajökul, en hópurinn ætlar að ganga frá Seljavöllum uppá topp jökulsins í lok apríl. Ingólfsfjallið reyndist engin fyrirstaða fyrir spræka nemendur. Aftur á móti gleymdu sumir að taka með nauðsynlegan búnað eins og vettlinga. En til þess var nú ferðin farin, til að læra af reynslunni. Öll skiluðu sér til baka, kát og reynslunni ríkari. Fleiri myndir úr ferðinni má finna á fésbókarsíðu skólans.