Fjölbreytt viðfangsefni

Nemendur í ensku 403 hafa í vetur unnið fjölbreytt verkefni þar sem þau einbeita sér að orðaforða og málnotkun í tengslum við faggrein sem þau hafa áhuga á. Þeir skoða nám sem tengist áhugasviði sínu, læra að rýna í texta og margt fleira. Meðal verkefna í áfanganum er að búa til tímarit í hópastarfi þar sem fjallað er um fagið og ákveðinn rammi settur um efnistök, nemendur gera líka bækling um erlendan skóla og skoða nám í fagi sem þau hafa áhuga. Lokaverkefni er vefsíða með þýðingum, viðtali við fagaðila tengdum áhugasviðinu og fleiru.  Kennari er Guðfinna Gunnarsdóttir.

Hér má sjá sýnishorn af verkefnum nemenda:

Tímarit um tannlækningar eftir þær Rebekku Sif Arnardóttur og Heiðrúnu Huld Jónsdóttur

http://issuu.com/heidrunhuld/docs/healthy_smile__healthy_you_-_magazi

Tímarit um menningu, sögu, bókmenntir og djasstónlist eftir þau Ástu Sóleyju Snorradóttur, Katrínu Georgsdóttur og Hörð Alexander Eggertsson.

http://issuu.com/horduralexander/docs/ensku_timarit_pdfskjal/0

Vefsíða um læknisfræði eftir Ólöfu Eir Hoffritz.

https://www.smore.com/jxdgf-medicine