Fjölbreytt dagskrá á Regnbogadögum

Forseti Íslands heimsótti skólann á Regnbogadögum.
Forseti Íslands heimsótti skólann á Regnbogadögum.

Regnbogadagar voru haldnir í vikunni fyrir páskafrí. Yfirskrift dagana er „Fögnum fjölbreytileikanum“ og er markmið þeirra að vekja athygli nemenda og starfsfólks á hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi og hvetja til umræðna um mismunandi málaflokka sem falla þar undir.

Dagskrá Regnbogadaga var fjölbreytt að vanda. Nemendur fengu fyrirlestur frá Stígamótum um hvernig karlmenn geti brugðist við #metoo byltingunni, forvarnarmyndbandið „Myndin af mér“ var sýnd og umfjöllunarefni myndarinnar kynnt, nemendur fengu kynningu á Japan og Karítas Harpa söng fyrir nemendur á degi Downs heilkennisins. Hápunktur dagskrárinnar var heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, en hann ræddi um fjölbreytileikann, lífið og tilveruna og svaraði spurningum nemenda um allt milli himins og jarðar.

Fleiri myndir frá Regnbogadögum má finna á fésbókarsíðu skólans.