Fallegt handverk

Hér er mynd af útsaumsprufu sem varð að dúkkukodda.
Hér er mynd af útsaumsprufu sem varð að dúkkukodda.

Fjölbreytt verkefni eru unnin af nemendum í textíl og fatahönnun. Í áfanganum HÖTE3HA vinna nemendur með tauþrykk, búta- og útsaum.  Nemendur kynnast helstu aðferðum í þessu handverki og gera ýmis verkefni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.