Fagmennska og fjör

Föstudaginn 24. september var ráðstefnan „Fagmennska og fjör“ haldin í Tryggvaskála. Kennslu lauk kl. 12:20 þennan dag og ráðstefnan hófst laust fyrir klukkan 13. Flutt voru þrettán erindi um ýmislegt er lýtur að kennslu og kennsluháttum í FSu. Kennarar skólans viðruðu nýjungar í kennslunni, héldu hugvekjur, lýstu vandamálum og tilraunum sínum til að leysa þau. Sextán kennarar skólans sömdu og/eða fluttu erindin að þessu sinni og þótti takast vel til. Markmið ráðstefnunnar var að efla faglega umræðu innan skólans, og ljóst eftir þessa tilraun að kennarar hafa margt að segja hver öðrum í því efni.

Dagskrá ráðstefnunnar:
12:55 Gísli Skúlason: Ráðstefna sett
13:00 Kristjana Hrund Bárðardóttir: „Word of the Week and Song of the Week"
13:15 Hannes Stefánsson: „Útlendingar í FSu"
13:30 Brynja Ingadóttir og Elísabet Valtýsdóttir: „Stokkið út í djúpu laugina! Nýjungar í Dan 102"
13:45 Erlingur Brynjólfsson: „Ekkikennsla"
14:00 Ragnar Geir Brynjólfsson: „Kyndill Ragnars, villuljós eða leiðarljós?"
14:15 Helgi Hermannsson: „Lotunám"
14:30 Þórunn Jóna Hauksdóttir: „Að kunna = að geta ?"
14:45 Kaffi og meððí : Allir leggja eitthvað í púkkið
15:15 Helga Jóhannesdóttir og Kristín Sigurmarsdóttir: „Verklegt og bóklegt nám í einum pakka"
15:30 Ester Ýr Jónsdóttir: „Huglægt eða hlutlægt námsmat?"
15:45 Kristín Runólfsdóttir: „Það er leikur að læra"
16:00 Svanur Ingvarsson: „Fundir - I love it!"
16:15 Örlygur Karlsson (í orðastað Jözurar): „Á bakvaktinni"
16:30 Ægir Sigurðsson: „Hugleiðingar um námshraða og úrræði fyrir spólara"
16:45 Ráðstefnuslit.