Erindi um heimspekikennslu við FSu

Ragnheiður Eiríksdóttir, heimspekikennari við FSu, hélt nýverið erindi á málstofu á ráðstefnu um gagnrýna hugsun og siðfræði í Háskóla Íslands. Erindið hennar hét Vangaveltur um reynslu af heimspekikennslu við FSu og gekk það mjög vel. Upp spunnust mjög áhugaverðar umræður í kjölfarið þar sem FSu fékk m.a. hrós fyrir að vera eini framhaldsskólinn sem býður upp á heimspeki sem kjörsvið og að kennslan virtist ná vel til nemenda og stuðla að gagnrýninni hugsun þeirra og efla siðferðisvitund.

Í tengslum við ráðstefnuna var opnaður áhugaverður vefur um gagnrýna hugsun og siðfræði: https://gagnryninhugsun.hi.is/, en þar má lesa meira um ráðstefnuna og hvernig efla megi vægi þessara þátta í menntun. Öll erindi ráðstefnunnar verða gefin út á rafbók sem finna má á ofangreindir vefsíðu.