Erasmus+ Refugees verkefnalok í Prag

Nemendur og kennarar í erasmus+ verkefninu. Á myndina vantar Helga Hermannsson og Jórunni Jónasdóttu…
Nemendur og kennarar í erasmus+ verkefninu. Á myndina vantar Helga Hermannsson og Jórunni Jónasdóttur.

Nemendur og kennarar í FSu héldu til Prag í páskafríinu í lokaferð vegna erasmus+ verkefnisins Refugees sem búið er að standa yfir í þrjú ár. Samstarfið var milli skóla frá Grikklandi, Ítalíu, Íslandi, Lettlandi og Tékklandi. Í FSu hefur til dæmis verið boðið upp á félagsfræðiáfanga tengdan flóttafólki, ástæðum og aðstæðum í tengslum við verkefnið.

Ferðin gekk vel og í lokin var sýning á Þjóðminjasafni Tékklands í Prag með ýmsum afurðum úr verkefnavinnunni sem búin er að eiga sér stað síðustu þrjú ár.