Enskukennarar rannsakaðir

Ægir Pétur Ellertsson ásamt þeim Averil og Mariu.
Ægir Pétur Ellertsson ásamt þeim Averil og Mariu.

Í liðinni viku sóttu nokkrir enskukennarar skólans vinnustofu á vegum Félags Enskukennara sem haldin var í Reykjavík. Þar fjallaði Averil Coxhead um orðaforðakennslu og rannsóknir sínar á notkun orðaforða. Averil sem er frá Nýja Sjálandi er þekkt á sviði orðaforðarannsókna og hefur gefið út fjölmargar bækur og greinar um orðaforða og kennslu.

Í framhaldi af ráðstefnunni kom beiðni frá henni um að fá að heimsækja FSu og ræða við enskukennara skólans í tengslum við rannsókn sem Averil stendur fyrir ásamt Mariu, aðstoðarmanni sínum. Fjórir kennarar tóku þátt í rannsókninni sem fól m.a. í sér orðaforðapróf og ítarlegt viðtal um enskukennslu. Bæði kennararnir og gestirnir höfðu gagn og gaman að, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér