Endurvinnsla og hönnun

Nemendur heimsóttu Nytjamarkaðinn á Selfossi til að fá innblástur.
Nemendur heimsóttu Nytjamarkaðinn á Selfossi til að fá innblástur.

Nýlega fóru nemendur og kennari í áfanganum HÖNN2EH05, Endurvinnsla og hönnun, í innblástursleiðangur í Nytjamarkaðinn á Selfossi.

 

Verkefnið gekk annars vegar út á það að leita uppi spennandi hönnun, snið, mynstur og litasamsetningar í nýja hönnun. Og hins vegar að leita að efni í ný föt og/eða nytjahluti. Kennari er Helga Jóhannesdóttir.