EKki vera fáviti

Braganemendur og kennarar fengu góða heimsókn í liðinni viku, en þá flutti Sólborg Guðbrandsdóttir fyrirlesturinn Ekki vera fáviti. Sólborg heldur úti Instagramsíðunni Fávitar og fjallaði um kynferðisofbeldi í víðum skilningi, upplýst samþykki og margt, margt fleira. Áhugaverður og góður fyrirlestur.