Eftirlitsmenn teknir til starfa

Tveir eftirlitsmenn, þeir Guðmundur Árni Sigurðsson og Sigurður Þór Steingrímsson, hafa tekið til starfa við skólann.  Munu þeir sinna eftirliti með því að skólareglum sé fylgt.

Starf þeirra felst í að hafa eftirlit með að ekki sé lagt ólöglega á lóð skólans og að reglum, landslögum og skólareglum um reykingar og notkun tóbaks sé fylgt.  Einnig munu þeir hafa eftirlit með því að ekki sé farið inn í skólann á útiskóm og að skólareglum sé fylgt í húsnæði hans. Eftirlitsmennirnir munu líka skrá niður þá sem brjóta reglur skólans, t.d. þá sem eru inni á útiskóm, og koma upplýsingunum þar um til skólastjórnenda.

Hlutaðeigendur eru beðnir um að taka eftirlitsmönnum skólans vel og fara eftir fyrirmælum þeirra í hvívetna.