Dimmitantar í heimsókn

Dimmitantar gæddu sér á íslenskri kjötsúpu með starfsfólki skólans.
Dimmitantar gæddu sér á íslenskri kjötsúpu með starfsfólki skólans.

Þær voru glaðbeittar appelsínugulu verurnar sem kíktu í heimsókn á síðasta kennsludegi haustannar. Þarna voru á ferðinni dimmitantar í gervi Charmander, teiknimyndapersónu, sem er Pókemóni. Dimmitantar komu sér vel fyrir í kósíheitum á kaffistofu kennara og gæddu sér þar á kjötsúpu með starfsfólki skólans.

Nú tekur próflestur við, en um 50 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann. Brautskráning haustannar fer fram föstudaginn 20. desember og hefst kl.14.