Dansandi drekar

Skólinn fylltist í dag af syngjandi og dansandi drekum sem smöluðu nemendum og kennurum í miðrýmið og sýndu þeim listir sínar. Þarna voru á feðr dimmitantar, nemendur sem hyggjast brautskrást á haustönn. Hópurinn kvaddi skólann með drekasöngvum og afhenti skólameistara drekahúfu. Því næst gæddu þeir sé á kjötsúpu og héldu svo af stað í óvissuferð. dimisjonh13-6Við tekur próflestur, en um 100 nemendur stefna á brautskráningu í desember, um 70 stúdentsefni og 30 af öðrum brautum. Brautskráning fer fram föstudaginn 20. desember kl. 14.

Myndirnar tók Örn Óskarsson.