Búningahönnun og hugmyndavinna í THL113

Hönnun og textíll er eitt af því sem er í boði á sviði verklegs náms í FSu. Í grófum dráttum er áföngum skipt upp í þrennt: Fatahönnun, textílhönnun og hugmyndavinnu.

Sem dæmi um greinar og aðferðir sem kenndar eru undir skammstöfuninni T ( textíll), H (hönnun) og L (listir) eru búningahönnun, tauþrykk og litun, prjón, hekl, bútasaumur, útsaumur, leður, skinn, ullarvinnsla og híbýlahönnun.

Hér með glæný mynd úr áfanganum THL113 Hönnun og hugmyndavinna, þar sem áhersla er lögð á búningahönnun. Nemendur á myndinni eru að koma sér í búningastuð í byrjun annar. Framundan er alvöru búningahönnun, í tengslum við uppfærslu alvöru leikrits í áfanganum LEK123.