Brunarvarnir Árnessýslu heimsóttar

Nemendur í grunndeild bygginga - og mannvirkjagerðar heimsóttu Brunarvarnir Árnessýslu.
Nemendur í grunndeild bygginga - og mannvirkjagerðar heimsóttu Brunarvarnir Árnessýslu.

Nemendur í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina Fsu heimsóttu Brunavarnir Árnessýslu og fengu fræðslu um eld, hvað þurfi til að eldur myndist og viðhaldist, brunaþríhyrninginn, eiginleika mismunandi slökkvitækja, flokkun elds og einkenni svo fátt eitt sé nefnt.  Síðan fengu nemendur að slökkva eld með mismunandi slökkvitækjum og fræddust um hvenig nota beri eldvarnarteppi til að kæfa eld t.d. í potti.  Þetta var ánægjuleg og fróðleg heimsókn sem nemendur og kennarar þakka fyrir, Brunavarnir Árnessýslu,  hafið þökk fyrir góða og jákvæða móttöku.