Breytingar á lykilorðareglum Innu

Advania hefur kynnt nýjar reglur sem gilda um lykilorð í Innu. Þær eru þannig að alltaf er útbúið nýtt tímabundið lykilorð þegar notandi velur að sækja lykilorð. Þetta tímabundna lykilorð hefur 15 mín. gildistíma og þarf notandi að framkvæma innskráningu innan gildistíma og velja sér nýtt lykilorð sem er a.m.k. 8 stafir á lengd og innihalda bæði bókstafi og tölustafi. Ef tímabundnu lykilorði er ekki breytt innan gildistíma þarf að sækja nýtt lykilorð á ný.

Óbreytt er að þegar skipt er um lykilorð í Innu þá verður Moodle og skólatölvur komnar með nýja lykilorðið daginn eftir. Athugið að sér-íslenskir bókstafir sem Inna leyfir í lykilorðum geta valdið erfiðleikum við að tengjast skólatölvum. Öruggast er að nota þá ekki. 

Þeim sem eiga í erfiðleikum með að tengjast kerfunum er bent á að hafa samband við tölvuþjónustu FSu sem er staðsett í stofu 306B, til vinstri á 3. hæð þegar gengið er upp miðjustigann í Odda.  Beinn sími þar er 480 8133, innanhússími 333. Tölvupóstur sos@fsu.is. Móttaka er í stofunni fyrir hádegi. Sjá stundatöflu hér og á stofudyrum.