Brautskráning vorannar 2013

Brautskráning fór fram í FSu föstudaginn 24. maí. Alls útskrifaði skólinn 102 nemendur, þar af 65 af stúdentsbrautum. Flesti brautskráðust af félagsfræðabraut, eða 31nemendur, 19 af náttúrufræðibraut, 6 af viðskipta- og hagfræðibraut, 4 af málabraut og 5 luku viðbótarnámi til stúdentsbraut að loknu starfsnámi. Af öðrum brautum  luku 4 nemendur grunnnámi bíliðna, 2 grunnnámi rafiðna, 5 grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, 6 luku prófi af húsasmíðabraut, 5 listnámsbraut, fyrri hluta, 3 grunnnámi málmiðna, 3 luku tveggja ára braut í hestamennsku, 1 lauk prófi af  íþróttabraut fyrri hluta, 9 luku prófi af starfsbraut, fyrri hluta, 3 prófi af íþróttabraut, 1 prófi af sjúkraliðabraut, 2 prófi af starfsbraut og 3 luku námi í söðlasmíði, samningsbundnu iðnnámi.

10 nemendur brautskráðust af tveimur brautum, þar af 1 af tveimur stúdentsbrautum.