Brautskráning haust 2014

Rökkvi Hljómur Kristjánsson er dúx FSu á haustönn 2014.  91 nemandi brautskráðist föstudaginn 19. Desember, þar af voru 66 sem luku stúdentsprófi, 33 brautskráðust af öðrum brautum. 8 nemendur luku prófi af tveimur brautum.
Stúdentar af náttúrufræðibraut voru 31, 
Af félagsfræðabraut voru 20
Af málabraut 2
Af viðskipta og hagfræðibraut voru 8. 
Fimm luku stúdentsprófi að loknu starfsnámi.

Brautskráðir sjúkraliðar voru 11.

Rökkvi Hljómur og Karen Engilbertsdóttir hlutu viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Rökkvi Hljómur hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, sögu, stærðfræði og latínu. Karen Engilbertsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í spænsku og raungreinum. Sóley Sævarsdóttir Meyer hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku. Símon Prakash Henryson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimsspeki. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í félagsfræði. Margrét Lúðvígsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu og eljusemi í fimleikaakademíu. Svavar Berg Jóhannsson hlaut viðurkenningu fyrir störf að félags- og nemendamálum.

 

Á myndinni eru frá vinstri: Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari, Rökkvi Hljómur Kristjánsson, dúx, FSu og Karen Engilbertsdóttir.