Boxlið FSu áfram í aðalkeppni

Lið FSu komst áfram í framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, Boxinu, í liðinni viku. Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir keppninni, en markmiðið með henni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Aðalkeppnin verður haldin laugardaginn 9. nóvember nk. í Háskólanum í Reykjavík.

Keppt er á þrautabraut með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit og verklag. Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á samkeppninni stendur.box1

Lið FSu skipa þau Bergþóra Rúnarsdóttir, Hrólfur Geir Björgvinsson, Erlendur Ágúst Stefánsson, Sölvi Snær Jökulsson og Gísli Þór Axelsson. Snædís Lilja Daníelsdóttir tók þátt í forkeppninni en forfallaðist því miður fyrir aðalkeppnina.
Á myndunum má sjá nemendur spreyta sig í forkeppninni.
Við óskum þeim góðs gengis.