Bleikur dagur í FSu

Fimmtudagurinn 16. október var bleikur dagur í FSu. Þá mætti starfsfólks skólans í bleiku sem tákn um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Sumir bökuðu dýrðlegar bleikar bollakökur sem voru til sölu á Bollastöðum, kaffistofu kennara. Kökurnar voru seldar og rann ágóðinn til styrktar rannsóknum á krabbameini hjá konum. Á myndunum má sjá hið glæsilega bollakökuborð og svo þær Helgu Dögg og Ingu bleikar og fínar á skrifstofu skólans.