Bleikur dagur

Þann 12. október sl. var bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur í FSu. Starfsfólkið tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til styrktar krabbameins rannsóknum á konum.  Á meðfylgjandi myndum má sjá stemminguna á Bollastöðum (kaffistofu starfsfólks) og þegar Sigríður Sigfúsdóttir og Agnes Ósk Snorradóttir afhentu Rannveigu Árnadóttur fulltrúa frá Krabbameinsfélaginu afraksturinn. Dagurinn var frábær og ekki spillti fyrir að geta lagt góðu málefni lið.bleikt1