Bleik dimission

Um klukkan 9 fimmtudaginn 30. apríl fylltist skólinn af 77 bleikum og hávaðasömum pardusdýrum. Þegar að var gáð kom í ljós að þetta voru klárarnir þessa önn að dimittera. Þeir sungu og trölluðu, færðu kennurum matargjafir og skólameistara hlébarðahaus, slöfruðu í sig íslenskri kjötsúpu í boði skólans og hlýddu á kennarana syngja Klárakvæðið. Klárarnir hurfu síðan á braut og fréttist meðal annars af þeim í ratleik og hvalaskoðun síðar um daginn.