Bilun í afgreiðslu lykilorða frá Innu

Bilun er komin upp í afgreiðslu lykilorða frá Innu sem lýsir sér í því að upp koma dæmi um að röng lykilorð séu afgreidd. Til dæmis hafa nemendur í fjarnámi fengið lykilorð úr öðrum skóla inn á FSu kerfin. Slökkt hefur verið á samkeyrslu Innu, Moodle og skólatölva FSu meðan þessi bilun stendur yfir. Tæknifólk Advania er að vinna í málinu og vonir standa til að það leysist farsællega sem fyrst. Notendum FSu kerfanna er bent á að nota áfram gamalt lykilorð ef skipt er í Innu.  Þeim sem eiga í erfiðleikum með að tengjast Moodle eða skólatölvum í FSu er bent á að hafa samband við tölvuþjónustu FSu sem er staðsett í stofu 306B, til vinstri á 3. hæð þegar gengið er upp miðjustigann í Odda.  Beinn sími þar er 480 8133, innanhússími 333. Tölvupóstur sos@fsu.is. Sjá stundatöflu hér og á stofudyrum. Utan þessara tíma er einnig hægt að hafa samband ef vandamál koma upp og það verður svarað ef einhver er við.