Bilanagreining og rafmagnsmæling

Nemendur í rafmagnsfræði að kynna sér bilanagreiningu og mælingum.
Nemendur í rafmagnsfræði að kynna sér bilanagreiningu og mælingum.

Nemendur í rafmagnsfræði brugðu sér úr kennslustofunni frá hefðbundnu bóknámi og skelltu sér í verklega kennslu í rafmagnsmælingu og bilanagreiningu. Farið var yfir helstu spennugildi sem altanatorinn gefur frá sér auk þess sem startarinn var straummældur í startinu. Einnig tóku nemendur sér til og bilanagreindu nokkra bíla með hjálp bilanagreiningartölvu. Mældist þetta vel fyrir og verður endurtekið seinna í vetur. Kennari í RAFM1MGV2 er Borgþór Helgason.