Bandarískur rithöfundur í heimsókn

Bandaríski rithöfundurinn Elizabeth Kirschner kom í heimsókn í FSu miðvikudaginn 7. október og hélt tvö fullbókuð námskeið fyrir nemendur skólans og starfsfólk í skapandi skrifum. Námskeiðin voru í boði hennar, íslenskudeildar skólans og Gullkistunnar á Laugarvatni (sjá: http://www.gullkistan.is/ ) þar sem hún dvelur nú um stundir við ritstörf. Elizabeth sem býr í Maine fylki hefur gefið út fjórar bækur, ljóðabækur og ferðalýsingar. Hún er reyndur leiðbeinandi í skapandi skrifum og hefur kennt við ýmsa skóla í Bandaríkjunum einkum á háskólastigi. Hún er hrifnæmur kennari og náði auðveldlega til nemenda sinna með einlægni og fagmennsku. Hún gaf FSu nemendum góða umsögn og sagði þá hugmyndaríka og afslappaða. Nemendur og starfsfólk skólans eru fullir þakklætis fyrir þessa heimsókn.

Á myndinni má sjá Elizabeth í góðum gír fyrir miðri mynd með nokkrum kennurum skólans á kaffistofunni.