Bakað í gríð og erg

Guðríður Egilsdóttir, matreiðslukennari í FSu, hefur nýverið haldið brauðbakstursnámskeið fyrir starfsmannafélag FSu. Á námskeiðinu kynntist starfsfólk aðferðum við hefingu, mótun og bakstri á brauði. Þá voru bökuð ger-, lyftidufts- og súrdeigsbrauð. Einnig var bakað hrökkbrauð og búið til hollustu múslí.  Í lokin var búin til þessi líka fína Sigga Gríms sætkartöflusúpa með koks og 15 tegundir að allskonar brauði borðað með.

Að auki hélt Guðríður námskeið í kleinubakstri á Kátum dögum, þar sem um 30 nemendur lærðu að móta, snúa og steikja kleinur að þjóðlegum sið.kleinur

Á myndunum má sjá stolta kennara, Guðmund Björgvin og Svan, sýna sólarbrauðið sitt og svo iðna nemendur búa til kleinur.