Bændur flugust á

Fimmtudaginn 31. mars komu sviðslistamennirnir Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA og Ugla Egilsdóttir í skólann með dagskrá sem nefnist „Bændur flugust á“. Umfjöllunarefnið er Íslendingasögurnar með augum nútímamannsins, ekki síst yngri kynslóðarinnar. Voru ýmsir atburðir sagnanna teknir fyrir, gagnrýndir og settir í spaugilegt samhengi. Vel var mætt á sýninguna, sem var í Iðu, og tókst listamönnunum vel að gæða efnið lífi og vekja á því áhuga.