Sjö nemendur tóku sveinspróf í Hamri

Á myndinni eru (frá vinstri):  Ingi björn Leifsson, Óskar Logi Sigurðsson, Sverrir Leó Björnsson, Jó…
Á myndinni eru (frá vinstri): Ingi björn Leifsson, Óskar Logi Sigurðsson, Sverrir Leó Björnsson, Jón Emil Björnsson, Benedikt Árni Þórarinsson og Jóhannes Anton Daníelsson.
Á myndina vantar Sævar Halldórsson, en þess má geta að hann fékk viðurkenningu við útskrift úr FSu í vor fyrir góðan árangur í tréiðngreinum.

Um 80 nemendur um allt land tóku sveinspróf í húsasmíði í byrjun júní. Sjö nemendur úr FSu þreyttu prófið sem var haldið fyrir þá í Hamri, við frábærar aðstæður í nýju og glæsilegu verknámshúsi FSu. Okkar strákar stóðu sig vel og náðu allir prófinu sem er 18 klst verklegt- og 2 klst bóklegt próf. Prófið byrjaði á föstudagsmorgni og lauk kl. 13 á sunnudegi. Viðfangsefnið þetta vorið var snúinn stigi, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Fyrst þarf að teikna stigann upp og því næst smíða með handverkfærum eingöngu. Engar skrúfur eru notaðar til að halda stiganum saman, heldur verður allt að falla það vel að hann tolli saman.