Árshátíð NFSU

Það verður fjölbreytt dagskrá og fjör á árshátíð NFSu
Það verður fjölbreytt dagskrá og fjör á árshátíð NFSu

Árshátíð NFSu verður haldin 7. febrúar n.k. í Hvíta Húsinu á Selfossi. Maturinn hefst kl.19:30, en dansfjörið byrjar kl. 22:00 og stendur yfir til kl. 02:00.
Um veislustjórn sjá stjörnu- og snapparaparið Gói sportrönd og Tinna BK.
Árshátiðarmatseðillinn er svohljóðandi:
Fordykkur
Rjómalöguð Sveppasúpa ásamt nýbökuðu brauði
Steikarhlaðborð, lambasteik, léttreykt skinka, steiktar kartöflur, villisveppasósa og smjörgljáð grænmeti.
Súkkulaðikaka með rjómatoppi.
Meðal skemmtikrafta verða:
SUPREME TEAM
ÞORRI
LUKKU LÁKI
LEYNIGESTUR/IR
SÉRA BJÖSSI

INGÓ OG A LIÐIÐ

Nánari upplýsingar um miðasölu má finna á fésbókarviðburði NFSu.