Aragrúi í 3. sæti Músíktilrauna

Hljómsveitin Aragrúi, sem skipuð er nemendum skólans, varð í 3. sæti Músíktilrauna 2013. Keppnin, sem fór fram í Hörpunni laugardaginn 23.mars, var æsispennandi og barmafull af hæfileikaríku tónlistarfólki. Önnur sunnlensk hljómsveit, Glundroði, keppti einnig í úrslitum, en hana skipa fyrrverandi og núverandi nemendur FSu.

Í Aragrúa eru þau Tómas Smári Guðmundsson, gítar, Markús Harðarson, trommur, Hlynur Daði Rúnarsson, bassi, Margrét Rún Símonardóttir, fiðla og söngur og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, söngur, en Hulda Kristín hlaut að auki sérstök verðlaun fyrir söng í keppninni.

Á myndinni má sjá þær Huldu og Margréti Rún á undankeppninni nú í vikunni.