Allt sorp flokkað í FSu


Frá og með deginum í dag verður sorp skólans flokkað á markvissan máta. Búið er að stilla upp flokkunartunnur í öllum byggingum skólans. Nemendur og starfsfólk hlustaði í dag á fræðsluerindi um það hvernig við flokkum sorp og afhverju. Gunnar Pálsson ráðgjafi á umhverfissviði Íslenska gámafélagsins annaðist fræðsluna.tunnur2

Tunnurnar skiptast í þrennt, gult fyrir lífrænt sorp, grænt fyrir skilaskyldar umbúðir og rautt fyrir almennt sorp. Einnig hefur pappakössum fyrir pappír verið komið fyrir í öllum stofum.

Á myndunum má sjá gömlu ruslatunnurnar sem nú heyra sögunni til, nýju tunnurnar og glaðbeitta nemendur í flokkunarstuði.

tunnur3