Aldrei fleiri nemendur í FSu

Aldrei hafa fleiri nemendur sótt um nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands en á haustönn 2009. Heildarfjöldi skráðra nemenda þann 16. júní var 1.056 sem skiptist þannig:

653 framhaldsnemendur.
214 teljast vera nýnemar.
70 endurinnritaðir.
46 nýir í FSu en þó ekki að koma beint úr grunnskóla.
73 eru ennþá í grunnskóla, sem skiptast í 37 fjarnámsnemendur og 36 í staðbundnu námi. Samkvæmt Innu var 26 rafrænum umsóknum hafnað. Auk þess var 22 nemendum synjað um skólavist á haustönn 2009 vegna lélegrar skólasóknar og/eða námsárangurs á vorönn 2009