Áhugasviðskynningar í lífsleikni

Nemendur í lífsleikni drepa víða niður fæti í sínu námi. Eitt af skemmtilegri viðfangsefnum áfangans er kynning nemenda á sínum áhugamálum. Starfsfólki og öðrum nemendum skólans er síðan boðið að berja herlegheitin augum og fólk er hvatt til þess að spyrja sýnendur krefjandi spurninga.  Nemendur hjá Ágústu Ragnarsdóttur og Bryndísi Guðjónsdóttur settu upp áhugaverða og glæsilega sýningu þar sem kenndi margra grasa. Þarna var hægt að kynna sér snyrtifræði, hestamennsku, knattspyrnu, körfubolta, myndlist, ljósmyndun, júdó og taekwando svo eithvað sé nefnt. Á mörgum básum var einnig boðið upp á eitthvað fyrir bragðlaukana. Fleiri myndir af kynningunni má finna á fésbókarsíðu skólans.