Afhenti CNC rennibekk

Kristján B. Ómarsson uppfinningarmaður frá Grund afhenti skólanum nýlega góða viðbót við tækjakost skólans í verknámi, svokallaðan CNC rennibekk. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur CNC fyrir tölvustýrðar iðnvélar.  Rennibekkurinn vinnur sjálfvirkt eftir fyrirframgerðu NC forriti sem nemendur forrita. Skólinn keypti og tók í notkun hermi sem sýnir raunverulega hvernig  CNC rennibekkur, fræsari, beygjuvél, vinna en með því geta nemendur prufukeyrt forritin áður en þau eru sett í vélarnar. Nánar má skoða á myndbandi hvernig svona gripur virkar á:  http://cncsimulator.info/videos . Myndina tók Hermann Snorri.