Afgreiðsla umsókna um skólavist - greiðsluseðlar sendir út - opnunartími skrifstofu

Verið er að ljúka afgreiðslu á umsóknum um skólavist og verður greiðsluseðill sendur út 22. júní.
Mikilvægt er að ljúka greiðslu innritunargjalda fyrir 10. júlí.


Síðasti reglulegi opnunardagur skrifstofunnar verður föstudagurinn 22. júní en dagana 25. og 26. júní verður skrifstofan opin frá kl. 9:30 – 13:30.


Upphaf haustannar
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13:00.


Nýnemadagur 21. ágúst. Nemendur sem luku grunnskóla vorið 2012 mæti þriðjudaginn 21. ágúst kl. 9:00. Þá fer fram stundatöfluafhending og  kynning á skólanum. Dagskrá verður á vegum nemendaráðs og bóksalan verður opin.


Eldri nemendur fá afhentar stundaskrár miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Töflubreytingar verða aðeins þennan eina dag og hefjast kl. 10:00. Bóksalan verður opin.


Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst kl. 8:15
Rútuferðir verða í skólann alla dagana í skólabyrjun þ.e. 21.,22., og 23. ágúst.


Ef upplýsinga er þörf í sumarleyfinu er hægt að senda tölvupóst á fsu@fsu.is .