Áfangamessa haustið 2020

Áfangamessa þessa árs er rafræn og unnin í OneNote
Áfangamessa þessa árs er rafræn og unnin í OneNote

Áfangamessa haustannar 2020 er opin.

Í næstu viku er valdagur þar sem nemendur velja sér áfanga fyrir vorönn 2021. Á heimasíðu skólans er hlekkurinn “Áfangamessa”. Þar er OneNote skjal sem er uppfullt af alls konar fróðleik og upplýsingum um námið í skólanum. Endilega kynntu þér málið og kíktu m.a. á frábær kynningarmyndbönd frá ólíkum deildum skólans. 

Það er mjög mikilvægt að þú gefir þér tíma til að skoða þetta efni vel. Ef þú ert með allt á hreinu getur þú valið strax þar sem það er opið fyrir að velja í Innu.

Valdagurinn sjálfur er miðvikudaginn 21. október en það er síðasti dagurinn til að velja nám fyrir næstu vorönn.

Valinu á að að vera lokið þann dag kl. 12:20.

Ef þú ert í vafa þá hafðu endilega samband við umsjónarkennara þinn eða náms- og starfsráðgjafa sem leiðbeina þér.