Áfangamessa - fjölbreytni í fyrirrúmi

Nemendur fengu kynningu á Bridge á áfangamessu, en boðið verður upp á bridgeáfanga á vorönn.
Nemendur fengu kynningu á Bridge á áfangamessu, en boðið verður upp á bridgeáfanga á vorönn.

Í vikunni var haldin svokölluð "áfangamessa". Þar kynntu kennarar námsgreinar á áfanga sem verða í boði á næstu önn og þannig geta nemendur betur áttað sig á því fjölbreytta námsvali sem er í boði við skólann. Valdagur er 18. október. Fleiri myndir frá áfangamessunni má finna á fésbókarsíðu skólans.