Aðgangur að INNU og Office365 í FSu

Nemendur í FSu eru skráðir í kennslu- og námsferilskerfið INNU og geta því skráð sig þar inn með rafrænum skilríkjum. Ef þau virka ekki þá þarf að láta athuga þau, t.d. skipta um sim-kort hjá þjónustuaðila, fara svo í bankann, sýna skilríki og láta tengja rafrænu skilríkin við nýja sim-kortið.
 
Annar möguleiki er að nota Íslykil. Ef Íslykill er gleymdur þá er hægt að fá sendan nýjan Íslykil í heimabanka. Í heimabanka er hægt að komast með lykilorði og notandanafni og að auki sms-auðkenningu hjá sumum. 
 
Þriðji möguleikinn á að komast í INNU er að smella á Office auðkenningu og skrá sig inn með kennitölu og FSu-skólalykilorði en til þess að þetta sé hægt þarf að vera búið að opna á Office innskráningu undir Stillingar í INNU. Ef skólalykilorð er gleymt þá er best að koma í skólann og fá nýtt lykilorð en þá þarf viðkomandi að auðkenna sig, t.d. með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Vegna samkomutakmarkana er heimilt að skipta um lykilorð ef nemandi hringir úr númeri sem skráð er á hann í INNU.  Eftirfarandi aðilar geta búið til nýtt skólalykilorð: Skrifstofa s. 480-8100, bókasafn s. 480-8131, tölvuþjónusta í stofu 306b  s. 480-8146 og kerfisstjóri með aðsetur í Iðu - vestanmegin s. 480-8158
 

Ef skólalykilorð er ekki gleymt geta notendur breytt því sjálfir með því að skrá sig inn á tölvu sem tengd er við net skólans og smella á Ctrl-Alt+Delete  og velja Breyta lykilorði (Change password). Skólalykilorð gildir í eitt ár og þegar það er útrunnið þarf að endurnýja það í skólanum. 

Eins og áður hefur komið fram er aðgangur í Innu nú bundinn við rafræn skilríki eða Íslykil.  Einnig er hægt að tengja Office 365 aðganginn við Innu með því að skrá sig í Innu á rafrænum skilríkjum og fara í stillingar, sjá eftirfarandi myndir: 

og velja þar: Innskráning með Google og Office 365, smella svo á Opna fyrir aftan Office 365.