Aðalfundur og foreldrakvöld

Foreldrakvöld var haldið í FSu þriðjudagskvöldið 5. október, og jafnframt aðalfundur Foreldrafélags FSu.  Nýja stjórn félagsins skipa Dagný Magnúsdóttir formaður, Eva Björk Lárusdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Svanhvít Hermannsdóttir. Í varastjórn eru Ragnhildur Thorlacius og Róbert Karel Guðnason. Á fundinum kynnti Jón Sigfússon frá Rannsóknum og greiningu rannsóknir sem meðal annars sýna að forvarnastarf í efstu bekkjum grunnskóla skili sér greinilega og mikilvægt sé að framhaldsskólar vinni markvisst að forvörnum í samstarfi við foreldra og forvarnafólk. Þá kynntu skólameistari og námsráðgjafar skólann