8. nóvember 2011 er baráttudagur gegn einelti

Af hálfu ríkisvaldsins hefur verið sett saman verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti. Ákvað hún að 8. nóvember 2011 yrði baráttudagur gegn einelti og hvatti landsmenn alla til að taka þátt, meðal annars í gegnum heimasíðu verkefnisins.  gegneinelti.is, en hún verður virkjuð á baráttudeginum.
Verkefnisstjórnin var sett saman eftir að Greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum var gefin út í júní 2010. Þegar greinagerðin er lesin sést að Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur vel. Það er vegna þess að skólasamfélagið allt hefur unnið mjög gott og markvisst starf, m.a. undir merkjum Olweusaráætlunar gegn einelti og andfélagslegu atferli. Í gegnum það starf eru nemendur, kennarar, stjórnendur og starfsfólk margs fróðari um ólíkar hliðar málefnisins og órjúfanleg, sterk tengsl þess við skólabrag.